PaCE event in Iceland – Conference agenda 26th of October 2021

P

The City of Reykjavík organizes policy innovation days, 26th and 27th of October 2021. The programme starts with a conference on the 26th where academics and experts introduce research related to the topics of the PaCE project.

Dagskrá málþings um stefnumótun hjá hinu opinbera 26. október 2021.
Staðsetning: Borgarbókasafnið Menningarhús Gerðubergi, Breiðholti.
Ítarlegri upplýsingar um fyrirlesara og erindi þeirra

08:30-09:00

Skráning og kaffi

Setning málþings

09:00-09:10

Bókasafnið: Vettvangur lýðræðisþátttöku.

Dögg Sigmarsdóttir, Verkefnastjóri, Borgaraleg þátttaka. Borgarbókasafni Menningarhúsi opnar málþingið. Hún mun fjalla um bókasafnið sem opið rými fyrir alla, vettvang til að ræða viðkvæm samfélagsleg málefni og draga úr klisjukenndri og oft á tíðum neikvæðri orðræðu.

09:10-09:20

ESB Ambassador á Íslandi, H.E. Lucie Samcová – Hall Allen ávarpar málþingið (á ensku).

09:20-09:35

Framlag evrópskra rannsóknar- og nýsköpunarverkefna til Græna Plansins (á ensku).

Dr. Magnús Yngvi Jósefsson, rannsóknarstjóri hjá Reykjavíkurborg, mun fjalla um þátttöku Reykjavíkurborgar í rannsóknar- og nýsköpunaráætlun ESB. Hann mun útskýra hvernig rannsóknarþátttaka á vegum borgarinnar fellur að Græna Planinu í málefnum sem snúa að stafrænum umbreytingum, lýðræðisþróun, aldursvænu borgarumhverfi, orkuskiptum og öðrum aðgerðum í loftslagsmálum.

09:35-09:50

Hvernig sköpum við samfélag fyrir alla? Niðurstöður PaCE lýðræðis-vinnustofunnar á Íslandi (á ensku).

Dr. Roxana Elena Cziker, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg og verkefnastýra PaCE verkefnisins, mun fjalla um niðurstöður lýðræðis-vinnustofu PaCE sem fram fór í janúar á þessu ári. Hún mun fjalla sérstaklega í því sambandi um tækifæri til nýsköpunar og framlags í stefnumótun sem tekur mið af mismunandi hópum samfélagsins. Leggur hún til betri hagnýtingu á gagnreyndum aðferðum sem byggja á fræðilegum rannsóknum, þekkingu og reynslu.

09:50-10:00

Kaffihlé

Þemaþáttur 1. Traust almennings á þekkingarsamfélaginu, á yfirvöldum og stjórnsýslu og heilbrigðiskerfinu. Að tryggja öryggi og lífsgæði fólks, áhrifaríka upplýsingamiðlun, viðnámsþrótt og samvinnu.

10:00-10:20

Á tímum Ebólu og heimsfaraldurs: Traust Íslendinga á getu heilbrigðiskerfisins til að bregðast við hnattrænum heilbrigðisógnum.

Dr. Geir Gunnlaugsson, fv. landlæknir og prófessor emeritus í hnattrænni heilsu við Háskóla Íslands, mun kynna niðurstöður úr rannsókn á viðhorfum Íslendinga til aðsteðjandi hnattrænna heilbrigðisógna, Ebólufaraldursins í Vestur-Afríku 2014 -2016 og Covid-19 2020. Fjallar hann sérstaklega um traust til heilsugæslunnar að bregðast rétt við sjúkdómsgreiningum og til heilbrigðisyfirvalda að bregðast rétt við heilbrigðisógnum, og einnig hvernig heilbrigðiskerfið stenst væntingar almennings þrátt fyrir skert frelsi einstaklinganna til að athafna sig.

10:20-10:40

Geðrækt og seigla á krefjandi tímum.

Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti Landlæknis, mun fjalla um áhrif Covid-19 á geðheilsu. Mun hún fara yfir stöðu mála hér á landi og ræða um leiðir fyrir einstaklinga og samfélagið að efla geðrækt og seiglu.

10:40-11:00

Gengið á undan með góðu fordæmi: Hlutverk sveitastjórna þegar kemur að trausti á opinbera stjórnsýslu.

Dr. Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, mun fjalla um upplifun fólks á óreiðu í verkaskiptingu milli kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu á ólíkum stigum hennar. Í því sambandi mun hún fjalla sérstaklega um nauðsyn á gagnsæi og góðu fordæmi, um tiltrú almennings á ákvarðanatökum á sveitastjórnarstiginu og traust til stjórnsýslu og ákvarðanatöku almennt.

11:00-11:20

Spurningar úr sal

11:20-11.30

Kaffihlé

11:30-11:50

Dreifing upplýsinga í breyttu tækniumhverfi á tímum heimsfaraldurs: Hlutverk stjórnvalda, fjölmiðla og almennings.

Dr. Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor í fjölmiðlafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, mun fjalla um Covid-19 upplýsingamiðlun á Íslandi, hvernig stjórnvöld hafa tekist á við verkefnið og setur hann niðurstöður rannsóknarinnar í alþjóðlegt samhengi. Þá mun hann fjalla um hlutverk fjölmiðla og um aðgerðir gegn röngum og misvísandi upplýsingum.

11:50-12:10

Af hverju þurfa sveitarfélög lýðræðisstefnu?

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, sérfræðingur, mun fjalla um nýsamþykkta lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar og samráðsferlið í tengslum við gerð hennar. Hún mun einnig fjalla um hvað tekur nú við eftir samþykkt stefnunnar; hvernig á að innleiða lýðræðisstefnu og mun hún einhverju breyta?

12:10-12:30

Að sjá útúr kófinu: Hvernig orðræða og viðbrögð við heimsfaraldri rifja upp ýmis viðfangsefni “Science Studies” síðustu 50 árin.

Dr. Kristrún Th. Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, mun taka dæmi af orðræðu í umræðum tengdum Covid-19 faraldrinum til að varpa ljósi að þaulsetnar goðsagnir um samsetningu íslensks samfélags og um aðgreinanleika náttúru, tækni og vísinda frá menningar- og félagsverund og kröfum um pólitískan rekjanleika og ábyrgð.

12:30-12:50

Spurningar úr sal

12:50-13:20

Hádegishlé

Þemaþáttur 2. Popúlismi, pólitísk forysta og hlutverk þeirra í umbreytingu samfélagsins.

13:20-13:40

Skipulegar rökræður og skoðanamyndun.

Dr. Jón Ólafsson, prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, mun fjalla um rannsóknir á tengslum skoðanamyndunar hjá almenningi og rökræðu, og vísa þar í tilraunir með rökræður í smærri hópum í því skyni að varpa ljósi þar á. Hann mun fjalla um þetta efni á gagnrýnin hátt og velta upp ýmsum ályktunum um það hvað veldur þegar skoðanir breytast við þátttöku í rökræðum.

13:40-14:00

Við kjörnir fulltrúar vitum ekki allt best.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur, mun fjalla um mikilvægi samráðs og lýðræðislegra ferla í rekstri sveitarfélaga og um gagnsæi og faglega stjórnsýslu. Þá mun hún fara yfir það hvernig jafnrétti, jafnræði, réttarríki og mannréttindi mynda heild sem grunnstoðir lýðræðisins.

14:00-14:20

Nýþjóðernishyggja í hálfa öld.

Dr. Eiríkur Bergmann, prófessor í Stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, mun fjalla um nýþjóðernishyggju síðustu hálfa öldina og þá sérstaklega hvernig fylkingar þjóðernispopúlista vaxa í kjölfar áfalla og stórra breytinga í samfélaginu. Fjallar hann um fjórar slíkar bylgjur, að meðtalinni þeirri síðustu sem reis í tengslum við Covid-19 faraldurinn og þar sem þjóðernispólitík popúlista hefur náð lengra en áður inní meginstrauma stjórnmálanna.

14:20-14:40

Spurningar úr sal

14:40-15:00

Post-Truth Politics and the Populist Challenge to Media Freedom (á ensku).

Dr. Maximilian Conrad, prófessor í stjórnmálafræði og deildarforseti Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, mun fjalla um svo-kallaða “Post-Truth” pólitík og hvernig hún tengist popúlisma. Tekur hann sérstaklega á því í tengslum við Covid-19 faraldurinn, hvaða vopnum fulltrúar popúlista beita til að varpa efasemdum á lögmæti hefðbundinna fjölmiðla og þar með grafa undan frjálsri fjölmiðlun sem er eitt helsta einkenni frjálslynds lýðræðis.

15:00-15:20

Hvað ákvarðar traust almennings til stjórnmálamanna?

Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur og prófessor í opinberri stjórnsýslu við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, mun fjalla um niðurstöður kannanna sem gerðar hafa verið á trausti til Alþingismanna ásamt niðurstöðum varðandi traust almennings á tímum Covid-19 sérstaklega, þ.e., til stjórnmálamanna annars vegar og, hins vegar, til sóttvarnaryfirvalda. Tekur hún meðal annars á viðhorfum til siðferðis og annarra persónueiginleika stjórnmálamanna.

15:20-15:40

Spurningar úr sal

Lokaorð

15:40-15:50

Roxana Elena Cziker

About the author

roxanacziker
By roxanacziker